Sýning listamanna í Textíllistamiðstöðinni

Textíllistamiðstöðin tekur á móti textíllistamönnum í hverjum mánuði og í lok hvers mánaðar er haldin sýning á því sem þau hafa unnið þann mánuðinn. Þann 27. febrúar, klukkan 15:30 verður haldin sýning á verkum listamanna febrúarmánaðar og eru allir velkomnir upp á aðra hæð Kvennaskólans þar sem stúdíó þeirra er.

Óhætt er að segja að eftir nokkurra ára móttöku listamanna geta verk þeirra enn komið á óvart og er gaman að sjá að ekki hefur enn sést tvisvar það sama. Listamenn mánaðarins (febrúar 2019) eru:

Kelly Ruth, Canada
Meg Rodger, Scotland
Aya Tsukui, Japan/UK
Marie van Praag, Belgium
Barbara Dinnage, UK
Britta Fluevog, Estonia
Hanna Larsson, Sweden

Verið velkomin!